Hér er nýtt skattakerfi sem að ætti að sætta alla

Ég bið lesanda að kynna sér Fönix efnahagsáætlunina sem innihledur útgáfu af hinu svokallaða "Sanngjarna skattakerfi".

Í rúmt ár hef ég leitað að úrræðum fyrir mitt heittelskaða land, og þá reynt að fara út fyrir hinar hefðbundnu lausnir stjórnmálamanna. Á þessum tíma hef ég tekið rjómann af þeim erlendu efnahagshugmyndum og áætlunum sem ég hef fundið, ásamt því að blanda við eigin hugmyndum, sem flestar eiga rætur sínar að rekja til hagfræði af austurríska skólanum. Þetta rit inniheldur kynningu af afrekstrinum, hinn svokallað Fönix, sem áætlun fyrir nýtt Ísland, þar sem jafnrétti, frelsi og skynsemi verða undirstöður þjóðfélagsins.

Áætlunin er ekki fullkomin og öll gagnrýni og ráðleggingar eru vel þegnar.

Hér er áætlunin: http://tinyurl.com/3234bop

Hér er Fésbókahópur áætlunarinnar: http://www.facebook.com/pages/Fonix-aaetlunin/191148188498

Njóttu dagsins,
GK
mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sá sanngjarni skattur sem um er rætt í skjalinu sem þú vísar á er sannarlega sanngjarnari en sem það sem nú blasir við og getur enginn hallmælt því. 

En Indriði Skattmann og Steingrímur 180° eru of djúpt og illa innrættit til að geta nokkurntíman farið ofan af hugmyndum sínum um hvernig "sanngjarnt" þjóðfélag lítur út.  Í þeirra augum skal enginn eiga meir en til hnífs og skeiðar.  Þeim sem vilja bera eitthvað úr bítum skal refsað með hærri sköttum, enginn má eiga neitt, allt skal leigt og ríkið skal sölsa allt undir sig og metnaðarlausir "níu til fimm embættismenn" skulu stjórna því sem þeir hafa engan skilning, getu né hugmyndaflug til. 

Sem sagt uppskrift að hnignun þjóðfélags, allir skulu hafa það jafn skítt... það er jöfnuðurinn.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þetta er góð hugmynd og gott framtak hjá þér.

Ég útnefni þig næsta skattstjóra fiskilýðveldisins Íslands.

Árni Þór Björnsson, 14.8.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband