Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2010 | 18:54
Hér er nýtt skattakerfi sem að ætti að sætta alla
Ég bið lesanda að kynna sér Fönix efnahagsáætlunina sem innihledur útgáfu af hinu svokallaða "Sanngjarna skattakerfi".
Í rúmt ár hef ég leitað að úrræðum fyrir mitt heittelskaða land, og þá reynt að fara út fyrir hinar hefðbundnu lausnir stjórnmálamanna. Á þessum tíma hef ég tekið rjómann af þeim erlendu efnahagshugmyndum og áætlunum sem ég hef fundið, ásamt því að blanda við eigin hugmyndum, sem flestar eiga rætur sínar að rekja til hagfræði af austurríska skólanum. Þetta rit inniheldur kynningu af afrekstrinum, hinn svokallað Fönix, sem áætlun fyrir nýtt Ísland, þar sem jafnrétti, frelsi og skynsemi verða undirstöður þjóðfélagsins.Áætlunin er ekki fullkomin og öll gagnrýni og ráðleggingar eru vel þegnar.
Hér er áætlunin: http://tinyurl.com/3234bop
Hér er Fésbókahópur áætlunarinnar: http://www.facebook.com/pages/Fonix-aaetlunin/191148188498
Njóttu dagsins,
GK
Ætla að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2010 | 00:50
"Sanngjarni skatturinn", það er lausnin!
Sæll og blessaður Jón.
Það að ætla að kreista vatn úr steini er það sem þú leggur til kæri Jón, og alveg úr takt við raunveruleikan. Ég geri mér grein fyrir að þú ert að reyna að koma með tillögur til að laga vandann og fyrir það er ég þér innilega þakklátur. En að að sjá lága tölu einhverstaðar og leggja til að hækka hana, svo hún líti vel út í kringum hinar tölurnar, er eitthvað sem bara kemur úr fílabeinsturnum.
Rétt er það að við stöndum frammi fyrir gríðarlegum skuldum og einhvernvegin verður að greiða úr þeim málum. En hvernig mun landið borga skatta í framtíðinni ef fólkið er kæft með hærri sköttum? Klassíska skattakerfið sem íslendingar lifa við í dag er, í hreinni óskynsemi, að drepa gæsina sem verpir gulleggjunum. Það sem við þurfum er skattakerfi sem er einfalt, sanngjarnt og frelsar blessuðu gullgæsina, sem íslenskt þjóðfélag er, til að gera sitt allra besta.
Sanngjarna skattakerfið, er hannað til að verðlauna skynsama hegðun, auka sparnað og gera íslenska efnahaginn þann samkeppnishæfasta í öllum heiminum.
Ég hvet þig, sem og alla, til að kynna þér Fönix áætlunina og þær lausnir sem hún hefur uppá að bjóða fyrir nýtt og betra Ísland. Þetta er auðvitað bara hugmyndir, og öll gagnrýni og uppástungur eru vel þegnar.
Fönix áætlunin sem PDF skjal: http://tinyurl.com/3234bop
Fönix áætlunin á Facebook: http://www.facebook.com/pages/Fonix-aaetlunin/191148188498?ref=search&sid=7pWVYpu0v5gGCiH_0eS_yQ.1365967203..1
Hafðu það gott, brostu og njóttu sumarsins.
- GK
PS: Hefur þú Jón keypt mat á Íslandi nýlega? Ég sem námsmaður neyddist til að lifa á hafragraut í nær öll mál í lok þessa vetur, allt annað var of skelfilega dýrt. Ég varð að flýja land í sumar til að vinna mér inn pening fyrir næsta vetur. Það er ekki líklegt að ég snúi heim til Íslands ef það étur upp allan minn sparnað með enn hærri sköttum, og það á líklegast við um marga af minni kynslóð.
Leggur til hærri skatta á mat og auðlindagjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 01:39
Hér er lausnin
Það er eins og þjóðin sé öll á bílum, brunandi í átt að klettabrún, í stað þess að beina umferðinni annað og reyna að koma í veg fyrir ósköpin, þá eru okkar ágætu stjórnmála menn að eyða öllum kröfum í að safna sjúkrabílum fyrir neðan gilið í vonarlítilli tilraun til að sækja hina dauðu og gera vel við hina slösuðu.
Þetta er ekki erfitt verk, það er til efnahagsáætlun sem var samin án samráðs við pólitík og spillt atvinnulíf.
Gjörið svo vel, hér er lausnin: http://freepdfhosting.com/c44dfdc292.pdf
og einnig má nálgast samfélagið í kringum hina nýju efnahagsáætlun á hinni ágætu fésbók...
http://www.facebook.com/pages/Fonix-aaetlunin/191148188498?ref=ts
Njótið dagsins,
GK
Atvinnulausir fá frítt í sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig væri að Ólafur haldi áfram að neita að skrifa undir vitleysu?
http://www.facebook.com/group.php?gid=376595450790
Metum fólk eftir verðleikum, ekki kynfærum!
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)